Thursday, May 15, 2008

Where art thou?

Sólin skín og hvar er ég? Búin í vinnu í dag og það er eins og maður viti ekkert hvað maður eigi að gera af sér. En, það sem ég hef mikið velt fyrir mér er þessar mismunandi leiðir okkar að námi loknu og það væri gaman að fá að sjá hvert fólk er að stefna. Sumir náttúrulega byrjaðir, aðrir halda áfram á sama stað og enn aðrir standa kannski á tímamótum. Skrifið endilega í comment hvar þið eruð eða hvert þið farið að starfa sem þþ. Svo væri kannski sniðugt að mynda handleiðsluhópa (uppáhaldsorð) út frá starfssviði hvers og eins. T.d grunnskólagrey geta leitt hvort annað áfram og leikskólajólasveinar skipst á hugmyndum.

Æ farin út í sólina. Hræðilegt veður alveg!

Kveðja úr Skerjafirðinum
Laufey Ósk

13 comments:

Anonymous said...

Ég er ennþá í leikskólanum mínum en er farin að fá mörg atvinnutilboð sem ég mun nota sumarið í að skoða ;)
Þessa stundina kemst ekkert annað að en að ég er að fara til Barcelona í fyrramálið, jeeeehúúú
Hafið það gott elskurnar í sólinni og blíðunni en ég er farin í rigningu, þrumur og eldingar

kv. Kiddý

Sæja said...

Ömurlegt að vera að klára fallegu ferilmöppuna í svona veðri.

Ég er að fara að vinna á leikskólanum Sólborg í Öskjuhlíðinni. Verð þar líklega til áramóta.

Kv. Sæja

Anonymous said...

ég verð á sama stað í KB-banka en hef fengið stöðuhækkun og verð núna á sviði ráðgjafar og eitthvað í markaðsdeildinni. Er með skrifstofu í hlíðarsmáranum ef ykkur vantar fjárhagsrágjöf. Þroskaþjálfar eru alstaðar.

Kv Steinunn

Anonymous said...

Flott blogg:)

Ég verð nú "bara" í fæðingarorlofi næsta árið...og ætla njóta þess í botn:) Svo er bara spurning hvar maður lendir...

bestu kv. úr Hveró,
Jóhanna Margrét

Steinunn said...

Uhh hehe er önnur Steinunn eða skrifaði kannski Gulla trúður fyrir mína hönd?
Ég verð því miður ekki ráðgjafarþroskaþjálfi hjá KB vegna samdráttar í rekstrinum hjá þeim. Ég verð í sumardagvist fyrir einhverf börn í sumar og á heimili fyrir einhverfa drengi um helgar eins og undanfarið ár:) Veit ekki alveg hvað ég geri í haust, valið stendur um Salaskóla eða Strýtusel...

Guðlaug Björk said...

Nú ég verð líkt og Steinunn í sumardagvist fyrir einhverf börn í sumar og á sama heimili og hún um helgar...ég hefði nú bara getað copy paistað hennar komment.
En ekki veit ég hvaða ásakanir þetta eru í minn garð. Trúður er ég ekki að skrifa undir fölsku flaggi.
Veit ekki hvað ég geri í haust en ætla þó að taka einn hring í kringum hnöttinn á 5vikum..grínlaust.

Anonymous said...

Ég ætla að vera harðstjóri yfir Steinunni og Gullu í sumardagvist fyrir einhverfa í sumar og vinna á heimili fyrir fjölfötluð börn samhliða... í vetur liggur leið mín sjálfsagt á leikskóla í atferlisþjálfun. Annars er það óákveðið :)

Huxley said...

Við erum sem sagt margar samhliða með einhverfuna-kominn flottur handleiðsluhópur þar :)

Ég verð svo í (H)agaskóla áfram, enda unglingarnir svooo skemmtó!

Kv
Laufey Ósk

Unknown said...

Ég fer á leikskólann Víðivelli í Hafnarfirði (sem er næsti bær við Narníu að ég held, allavega langt í burtu).

Svo fer ég með hópi til Danmerkur í sumar á vegum Ás styrktarfélags. Ég sá fram á heila viku í H&M en mundi síðan að ég er strákur...jibbí!

Anonymous said...

Ég er búin að ráða mig í vinnu hjá Landspítalanum og verð á barna- og unglingadeild. Ég verð í stuðinu á barnadeildinni og starfa verkefnastjóri.

Anonymous said...

Já ég verð líka "bara" í fæðingarorlofi. Sé svo til hvað ég geri, en hugurinn stefnir á skólakerfið.... veit ekki meir.

kv. Álfheiður

Anonymous said...

Ég er búin að ráða mig í leikskóla á Laugalandi í Holtum, mjög spennandi þar framundan...
Kv. Sigurbára

Anonymous said...

Hæ. Gaman að heyra frá ykkur. Hér er ég búin að kúvenda mínum málum og er að fara að vinna með barn í 4 b.ekk allavega ´næsta vetur og svo sé ég til var að nema mig í unglingunum en þetta tilboð var áskorun sem ekki var hægt að standast. Kveðja frá Hornafirði Gréta