Wednesday, May 7, 2008

til umhugsunar

Það hefur enginn bloggað neitt þannig að ég ákvað að koma með smá húmor hérna..... Árni minn, þú hefur líka gott af því að lesa þetta hehe

Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar konur ( bæklingur frá árinu 1922 sem á að aðstoða ungar konur við að gera sig "yndislegar" í augum karlmanna)

1. Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar og sjálfsafneitun. Allt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd

2. Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé "sætur", "pen", "lekker"; þetta eða hitt sé "vemmilegt", "kedelegt", "svart", "brogað"; hvað "fríseringin sé óklæðileg"; hvað þessi kjóll sé "himneskur" og að hrópa "almáttugur" í annari hverri setningu.

3. Þú skallt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni. Líttu alltaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði. Á götum úti skallt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim.

4. það er eins með brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og síbrosandi kona er þreytandi.Þú mátt heldur ekki brosa eða hlæja að öllu, alvarlegu jafnt sem skemtilegu, og eigi máttu brosa framan í hvern mann, sem verður á vegi þínum, og umfram allt forðast hið reykvíkska veiðibros, sem algengt er á vorum dögum.

5. Handtakið hefir mikla þýðingu og getur borið mikinn ávöxt. Mörgu hefi eg gleymt af því, sem á milli okkar fór, þegar við vorum saman, en aldrei gleymi eg þó handtaki hennar.

6. Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu aldrei grípa. Lauslætiskonan-sem er litljót-á að hafa einkarétt til að "smínka" sig.

7. Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna. Þú skal eigi ganga á hælaháum stígvélum; þau skekkja og afskræma líkama þinn. Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi, hvorki hringi né nælur. Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minsta kosti einu sinni í mánuði. Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast; varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn ("krullu"-járn)

8. Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka, eru hverjum karlmanni hvimleiðar.

9. Snertu eigi á öllum hlutum, þar sem þú kemur; það er óþarfi.

10. Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti.

11. Ljósmyndir af þér átt þú eigi að gefa nema frændfólki og bestu vinum. Og eigi átt þú að þiggja ljósmyndir af þeim karlmönnum, sem þú þekkir lítið, nema skyldir þér séu.

12. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát, ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma.

13. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum þegar þú velur þér mann. Þótt þér finnist þessi eða hinn "sætur" og "yndæll" og þótt hann sé fínn og fagurmáll, með harðan hatt, gljáskó og gull-gleraugu, þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubóla-ekkert nema litskrúðið.

14. Þá ættir alltaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þín-minsta kosti sparifötin-en gæta þess, að gera það í hófi. "Hóf er best í hverjum hlut." Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og núa því inn í hársvörðinn. Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi.

Kveðja, Álfheiður

MSN hjá mér er alfheidurv@hotmail.com

Netfang er alfheidurv@gmail.gom

Ef einhver hefur áhuga :-)

6 comments:

Unknown said...

8. Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka, eru hverjum karlmanni hvimleiðar.

......Hvað með H&M?!

Steinunn said...

Kjólasnið voru H&M gömlu tímanna...
Þarna er margt sem er sérlega gagnlegt að vita eins og t.d. að ekki má biðja karlmann um að gefa mér sælgæti...er það vegna misskilnings sem gæti orðið eða...?

Anonymous said...

hæhæ. Er búin að setja inn nokkrar myndir úr lokahófinu okkar. Set inn fleiri á morgun ;)

kv. Kiddý

Anonymous said...

[u][b]Xrumer[/b][/u]

[b]Xrumer SEO Professionals

As Xrumer experts, we secure been using [url=http://www.xrumer-seo.com]Xrumer[/url] for the benefit of a wish immediately for the time being and grasp how to harness the massive power of Xrumer and adapt it into a Banknotes machine.

We also provide the cheapest prices on the market. Numberless competitors see fit cost 2x or temperate 3x and a lot of the term 5x what we debt you. But we maintain in providing great service at a tearful affordable rate. The whole direct attention to of purchasing Xrumer blasts is because it is a cheaper alternative to buying Xrumer. So we train to support that contemplating in mind and yield you with the cheapest standing possible.

Not simply do we cause the most successfully prices but our turnaround heyday payment your Xrumer posting is super fast. We compel take your posting done before you certain it.

We also cater you with a roundish log of well-heeled posts on contrary forums. So that you can notice also in behalf of yourself the power of Xrumer and how we hold harnessed it to gain your site.[/b]


[b]Search Engine Optimization

Using Xrumer you can think to realize thousands upon thousands of backlinks in behalf of your site. Scads of the forums that your Install you will be posted on bear great PageRank. Having your tie-in on these sites can really mitigate found up some top-grade grade endorse links and as a matter of fact boost your Alexa Rating and Google PageRank rating via the roof.

This is making your position more and more popular. And with this increase in celebrity as well as PageRank you can expect to see your site absolutely downright expensive in those Search Engine Results.
Traffic

The amount of see trade that can be obtained nearby harnessing the power of Xrumer is enormous. You are publishing your situation to tens of thousands of forums. With our higher packages you may still be publishing your site to HUNDREDS of THOUSANDS of forums. Ponder 1 post on a stylish forum will usually enter 1000 or so views, with announce ' 100 of those people visiting your site. Now assume tens of thousands of posts on fashionable forums all getting 1000 views each. Your traffic will go sometimes non-standard due to the roof.

These are all targeted visitors that are interested or bizarre in the matter of your site. Assume how many sales or leads you can execute with this great gang of targeted visitors. You are literally stumbling upon a goldmine ready to be picked and profited from.

Keep in mind, Above is Money.
[/b]

BECOME ENTHUSIASTIC ABOUT YOUR TWOPENNY ERUPTION TODAY:


http://www.xrumer-seo.com

Anonymous said...

[url=http://www.onlinecasinos.gd]casino[/url], also known as given casinos or Internet casinos, are online versions of acknowledged ("confrere and mortar") casinos. Online casinos backing gamblers to dissemble and wager on casino games because of the Internet.
Online casinos normally trumpet odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos contend higher payback percentages against repute automobile games, and some write clear payout portion audits on their websites. Assuming that the online casino is using an fittingly programmed unsystematic consolidate up generator, catalogue games like blackjack cry out for an established line edge. The payout holding instead of these games are established gone and forgotten the rules of the game.
Function online casinos sublease or acquirement their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Worldwide Scheme Technology and CryptoLogic Inc.

Anonymous said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]casino online[/url] hinder the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]casino games[/url] free no store perk at the chief [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino
[/url].