Jæja þá mín kæru!
Þá er ráðstefnan að baki og þessu námi okkar fer senn að ljúka... Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir samveruna síðastliðna daga, þetta hefur verið alveg frábært í alla staði! Ég vona að þessi síða verði til þess að við getum haldið sambandi og hjálpað hvort öðru í lífi og starfi!
Ég sendi ykkur öllum upplýsingar um notendanafn og lykilorð til þess að geta bloggað á khi netföngin :) Gangi ykkur öllum vel með það sem eftir er og við sjáumst hress 14. júní!
Kær kveðja, Jóhanna Lilja
Þá er ráðstefnan að baki og þessu námi okkar fer senn að ljúka... Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir samveruna síðastliðna daga, þetta hefur verið alveg frábært í alla staði! Ég vona að þessi síða verði til þess að við getum haldið sambandi og hjálpað hvort öðru í lífi og starfi!
Ég sendi ykkur öllum upplýsingar um notendanafn og lykilorð til þess að geta bloggað á khi netföngin :) Gangi ykkur öllum vel með það sem eftir er og við sjáumst hress 14. júní!
Kær kveðja, Jóhanna Lilja
13 comments:
Frábært og takk sömuleiðis Jóhanna min fagra. Vona að ég sjái þig fljótlega...neih hva...já alveg rétt þú situr í sófanum mínum í þessum töluðu orðum og fiffar til þessa síðu! Magnað, maður óskar og maður fær...
Sæl verið þið
já þetta er flott framtak hjá þér Jóhanna, núna þarf maður bara að venja sig á að fara inn á þessa síðu þegar maður fer rúntin sinn dagsdaglega á bloggunum:-) en já reynum að vera virk hérna og koma með góð innleg hérna inn:-). Annars þarf ég að læra inn á þessa síðu.
kveðja Helena
Algjör snilld! Vonandi verðum við bara öll dugleg að bæta við upplýsingum hér. Takk fyrir samveruna fyrr og síðar og hittumst bara sem oftast frábæra fólk.
kv. Álfheiður
vúhú glæsó síða. Nú get ég komið með vikulega pistla um lífið og tilveruna í starfinu.
Smá grill.
Jóa þú ert svo sniðug var ég búin að segja þér það.
Kv Gulla
Snilldarframtak! Handleiðslublogg og meira til :) Bjútí
Frábært og æði ;)
Þetta líst mér vel á. Vona bara að við verðum dugleg að henda sniðugu dóti hingað inn.
Sjáumst vonandi sem flest 14. júní.
Sælar dömur!
Snilldar hugmynd hjá ykkur. Þetta er náttúrulega frábært framtak og nauðsynlegt fyrir okkur landsbyggðartútturnar :)
Við sjáumst alla vega hressar við útskriftina og vonandi fyrr.
Kveðja Harpa
Sælar stúlkur !
-gott framtak að opna síðu!
Takk fyrir síðustu staðlotu og ráðstefnuna,
Verum svo duglegar á loka metrunum.
Sólrún Auður fjarnemi.
jæja, þá er ég búinn að sjá að það er auðveldara fyrir mig að fara bara í aðgerð til að vera "ein af stelpunum"
að öllu gamni slepptu er þetta frábært framtak og það er óskandi að við höldum öll einhverju sambandi að útskrift lokinni.
hæhæ stelpur mínar og Árni minn , vonandi fæ eg svona stelast í að fylgjast og vera með ykkur í nánustu framíð þó ég mun ekki útskrifast með ykkur ;). En frábær framtak hjá þér Jóhanna mín og takk fyrir samveruna allir sl 3 vetur. Mun sakna ykkar á göngum næsta vetur en vonandi hittumst við eithvað í nánustu framtíð. Ykkar Vala
Hæ frábært framtak gaman að fylgjast með ykkur í framtíðinni.
gaman að fá fréttir af því hvað þið eruð að bardúsa í daglegu lífi
kveðja Þórhildur
Hæ allir og takk fyrir síðast. Þetta er bara snilld og ég hlakka til að skoða áfram og nýta mér það sem eru verkefni. Kveðja Gréta
Post a Comment