Monday, June 16, 2008

Congratulations

Til hamingju Ísland, með að ég fæddist hér. Ég er þroskaþjálfi og ætl´að þroska þig. Töff töff töff...

Já loksins erum við útskrifuð, gaman gaman. Innilega til hamingju öll sömul. Vonandi skemmtuð þið ykkur jafn vel og ég á laugardaginn. Ég var bara með risa veislu með öllu tilheyrandi og voða gaman. Frábært að Helga og Árni Viðar hafi fengið þessi glæsilegu verðlaun, innilega til hamingju með það bæði tvö :)

Hittumst og sjáumst vonandi sem fyrst, fer eiginlega að koma tími á partý svo hjá okkur, er þa´kki?!!!!

kv. Kiddý ÞROSKAÞJÁLFI (Jibbííí)

12 comments:

Steinunn said...

Já til hamingju sjálf:D og innilega til hamingju Árni og Helga!

Partý fellur mér alltaf vel að skapi..;)

Huxley said...

Já til hamingju við! Vildi að ég hefði getað verið þarna ásamt ykkur hinum sem voruð það en ég var vant við látin á ættarmóti ;)

Frábært hjá verðlaunahöfunum! Alger snilld!
Kv
Laufey Ósk

Anonymous said...

Langaði að segja ykkur sem ekki vitið. Til að fá starfsleyfi sem þroskaþjálfar á að fá staðfest ljósrit af prófskírteini hjá lögreglu, sýslumanni eða í skólanum. Fara svo með það í Landlæknisembættið á Austurströnd 5, Seltjarnanesi og sækja þar um.
Ég fór nefnilega í Heilbr.ráðuneyti, þá er búið að færa þetta í Landl. og svo framvegis.... Gott að vita þetta svo þið þurfið ekki að keyra um allan bæ eins og ég ;)

kv. Kiddý

Huxley said...

Ætli ég geti sótt pórfskírteinið mitt eða þarf ég að bíða eftir því í pósti hmmm

Unknown said...

takk fyrir og til hamingju sömuleiðis.

það er hægt að fá staðfest ljósrit hjá landlækni þegar þið sækið um starfsleyfi.

kveðja,

árni viðar

Anonymous said...

Til hamingju öll og takk fyrir :)

Við getum sótt verkefnin okkar í dag og á morgun samkvæmt tölvupósti frá Björgu.

Eru allir búnir að sækja um starfsleyfi og skrá sig í þroskaþjálfafélagið?

Kv. Helga E.

Anonymous said...

Humm, ég gat ekki fengið staðfest ljósrit hjá landlækni og þurfti því að fara margar ferðir, kannski búið að breyta því núna nýlega (vonandi fyrir hina)

Vitið þið, er bara hægt að sækja verkefnin sín í dag og svo ekkert fyrr en í haust?

kv. Kiddý

Huxley said...

Hún verður líka við í dag(fös). Lenti líka í þessu hjá Landlæknisemb. Fór bara með mitt fína prófskírteini og hélt hún myndi bara ljósrita það en nei...allar uppl. á þeirra vefsíðu víst.

Anonymous said...

Hvernig er það svo að sækja um í þroskaþjálfafélaginu og BHM? Hringir maður bara og skráir sig í þroskaþjálfafélagið og fyllir út eitthvað form hjá BHM? Þarf maður að gera það eftir að maður er kominn með starfsleyfið í hendur. Ég er eitthvað svo græn í þessu og þetta virðist vera eitthvað svo flókið fyrir mig. Held að heilinn hafi stoppað um leið og ég skilaði af mér BA, hann bara neitar að hugsa of mikið :) Enda sauð hann yfir þessa lokaönn :) En jei allir til hamingju með að verða orðin þroskaþjálfar og munið engvir crocks skór og ljótar flíspeysur :) kv Bjögga

Anonymous said...

SKO!! Ég er þegar búin að kaupa mér CROCKS og Flísara svo það er ekki aftur snúið héðan af (hahahaha)
En ég var einmitt að spá í þetta með félagið, það kom bara strax nýtt félag á launaseðilinn minn núna um mánaðarmótin svo veit ég ekki meir :s
Fékk einmitt starfsleyfið sent í pósti í dag víhíhíhí og búin að fá launahækkunina mína líka jehúúú

kv. Kiddý

Unknown said...

Jaeja ok, en rosalega var thetta quick med launahaekkunina. Held ad tad verdi eitthvad maus hja mer, sumir vita ekki i hvada flokki madur tilheyrir. Kemur i ljos I guess.

Bid ad heilsa ur hitanum a Manhattan tar sem vid litla fjolskyldan dveljumst i of godu yfirlaeti! Laufey

Anonymous said...

Ef einhver vill ná í verkefnin sín þá liggja þau fyrir í stofu K204. Ef stofan er læst er hægt að biðja konurnar á nemendaskrifstofunni að opna.

kveðja,

árni viðar